Nestið hennar Katrínar Sigurjón Þórðarson skrifar 9. apríl 2024 11:31 Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun