Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2024 11:25 Nadía skrifaði undir hjá Val eftir skyndilega brottför skömmu fyrir mót. Andrews segir ekki mikið að fjalla um. Vísir/Samsett John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast