Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2024 11:25 Nadía skrifaði undir hjá Val eftir skyndilega brottför skömmu fyrir mót. Andrews segir ekki mikið að fjalla um. Vísir/Samsett John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02