Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2024 22:33 Stefnt er að því að kynna Bjarna Benediktsson sem nýjan forsætisráðherra á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12
Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02