Þingflokksfundir fara fram hjá stjórnarflokkunum eftir hádegi og svo gæti farið að ný ríkisstjórn verði kynnt þar. Þá er reiknað með að Katrín segi af sér þingmennsku í dag.
Einnig tökum við stöðuna á færðinni en nokkrir helstu vegir úti á landi voru ófærir í morgun. Við heyrum í upplýsingafulltrúa Vegagerðarinna í tímanum.
Að auki verður rætt við Sævar Helga Bragason um deildarmyrkva á sólu sem gæti sést á landinu í kvöld.
Í íþróttafréttum verður stórleikur hjá kvennalandsliðinu á morgun til umræðu og svo verður farið yfir Bestu deild karla þar sem boltinn fór að rúlla um helgina.