Sameiginleg gildi með morðingjum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. apríl 2024 07:01 Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun