Færri en fimm dauðsföll á ári vegna mistaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2024 08:00 Alma Möller landlæknir segir sjaldgæft að dauðsföll verði vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þótt embættið hafi fengið yfir níutíu tilkynningar um slíkt síðustu ár hafi greining embættisins sýnt að þau séu í raun innan við fimm á ári. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim. Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira