Messenger gerir fjölmarga gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 14:01 Eins og fjölmargir aðrir hefur Arnar Eggert lent í brasi með Messenger, sem er fyrir löngu orðinn gersamlega ómissandi í samskiptum fólks. vísir/samsett Arnar Eggert Thoroddson, sem er með doktorspróf í rokki og dægurmenningu, hefur eins og svo margir lent í basli með Messenger-forritið að undanförnu. Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“ Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira