Hann sagði að ný færi að skýrast hvort hrókeringar yrðu á ríkisstjórninni.
Að öðru leyti vildi Bjarni lítið tjá sig eftir fundinn í morgun. Þegar hann var spurður hvort hann yrði mögulega forsætisráðherra eða Sigurður Ingi, sagðist hann ekkert getað sagt um það.
„Það er ákveðið óvissustig núna,“ sagði Bjarni.
Aðspurður um það hvenær svör væru væntanleg sagði Bjarni:
„Ja, erum við ekki öll að bíða eftir því að fá það beint frá Katrínu hvernig þetta verður?“
Þá sagði hann blaðamönnum að finna símanúmer Katrínar og hringja í hana en hún fór af ríkisstjórnarfundi án þess að ræða við blaðamenn.
Fylgjast má með vendingum dagins í Vaktinni á Vísi.