Eðlilegt að bankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 19:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu bæði ávörp á ársfundi Seðlabankans í dag. Stöð 2/Einar Seðlabankinn hefur skikkað viðskiptabankanna til að auka vaxtalausar innistæður sínar hjá Seðlabankanum til að auka traust á peningastefnunni. Þetta vinnur gegn tapi Seðlabankans vegna neikvæðs vaxtamunar á tekjum hans og gjöldum. Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40