Hver á kvótann? Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. apríl 2024 16:01 Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun