Svandís hefur verið í veikindaleyfi frá því í lok janúar eftir að hún greindist með krabbamein í brjósti. Svandís tilkynnti á Facebook í gær að hún ætlaði að snúa aftur til starfa í dag.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er eitt mál opinberlega á dagskrá fundarins sem snýr að matvælaráðherra. Katrín hefur gegnt embætti matvælaráðherra samhliða í fjarveru Svandísar.
Þingflokkar allra ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað í dag þar sem mögulegt framboð Katrínar til forseta er mál málanna. Hvort ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna nýti fundinn á fjórða tímanum til að ræða líklegt framboð á eftir að koma í ljós.