Eðlilegt að mögulegt framboð Katrínar sé rætt á fundi þingflokksins Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2024 08:47 Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það ekki lengur koma á óvart þegar nýir bætast í forsetaslaginn. Vísir/Vilhelm Þingkona Sjálfstæðisflokksins telur of mikið gert úr því að þingflokkurinn ætli að ræða mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta á fundi í dag. Ekki eru önnur mál á fundi þingflokksins í dag. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir Katrínu enn að hugsa málið. „Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13