Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 21:46 Aron var sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. „Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55