Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 21:46 Aron var sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. „Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55