Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 06:18 Sjö starfsmenn World Central Kitchen eru sagðir hafa látist í árás Ísraelsmanna í gær. AP/Abdel Kareem Hana Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira