Metnaðarleysi í Mjódd Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2024 12:31 Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar