Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 13:51 Skjáskot af myndbandinu, sem sjá má neðar í fréttinni. Aðsend Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan. Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan.
Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira