Svipar til gamalla óupplýstra rána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2024 10:00 Nokkrum atriðum í ráninu í Hamraborg á mánudag svipar til gamalla mála. Vísir/Hjalti Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggisyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Lögreglan hefur enn ekki fundið Yarisinn sem notaður var við verkið. Bíllinn er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Eins og áður segir tóku þjófarnir sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar fundust í gær á Esjumelum og í Mosfellsbæ en verðmætin eru ófundin. Fram kom í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í gær að sérstakar litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við fréttastofu í gær að búið hafi verið að opna allar töskurnar með slípirokk þegar þær fundust. Heimir segir þá vísbendingar um að litasprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. Þrjú óupplýst bankarán Nokkuð langt er síðan rán af þessari stærðargráðu var framið hér á Íslandi og aðeins þrjú teljast til óupplýstra bankarána. Eitt þeirra var framið um verslunarmannahelgina 1991 í útibúi Landsbankans á Borgarfirði eystri og er það enn óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla og fór þjófurinn inn í útibúið í gegn um fiskvinnsluna. Þar braut hann upp 200 kílóa peningaskáp. Engin vitni voru að innbrotinu þrátt fyrir að mikil og fjölmenn samkoma var í næsta húsi. Þjófurinn hafði með sér eina milljón króna, sem í dag eru um 3,9 milljónir. Ránið fyrir utan Catalinu svipar þó nokkuð meira til tveggja rána sem framin voru árið 1995: Skeljungsránið og Búnaðarbankaránið. Má þar helst nefna bílstuld í öllum málunum og tilfærslu á númeraplötum. Þá höfðu ræningjarnir í Skeljungsmálinu losað sig við peningapoka og fleiri sönnunargögn í Kjós, en ræningjarnir fyrir utan Catalinu losuðu sig við hluta peningataskanna, eins og áður segir, á Esjumelum. Fjallað var um ránin þrjú í Óupplýstum lögreglumálum á Stöð 2 árið 2013. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að neðan. Safnaði ryki hjá lögreglu í átta ár Skeljungsránið var framið mánudagsmorguninn 27. febrúar þegar tveir starfsmenn Skeljungs voru á leið í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu að skila þangað helgaruppgjöri, um sex milljónum króna eða 21,5 á gengi dagsins í dag. Þrír hettuklæddir menn, klæddir bláum vinnugöllum, réðust að starfsmönnunum og barði einn hettuklæddu mannanna annan starfsmanninn í höfuðið með slökkvitæki með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Ræningjarnir hrifsuðu til sín uppgjörstöskuna og flúðu vettvanginn á hvítum Saab, sem beið þeirra á Vonarstræti. Flóttabifreiðin, sem hafði verið stolið, fannst síðar sama morgun á Ásvallagötu og hafði verið gerð tilraun til að kveikja í henni. Síðar um daginn barst svo tilkynning um eld sem logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Hafði eldur verið kveiktur í tösku, fötum, skóm og peningapoka frá Skeljungi og því talið að ræningjarnir hafi reynt að farga sönnunargögnum í eldinum. Lögreglu varð ekkert ágengt í rannsókn málsins og var það ekki fyrr en árið 2003 þegar fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins leitaði til lögreglu í kjölfar umfjöllunar um málið í Sönnum íslenskum sakamálum. Lögregla tók rannsókn þá upp að nýju og fór svo að Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Annar samverkamanna hans var látinn á þeim tíma og ekki tókst að sanna aðild þess þriðja að málinu. Fram kom fyrir dómi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Mennirnir hafi til dæmis ekið Saab-bílnum á Ásvallagötu þar sem þeirra biðu þrjú reiðhjól. Allir hjóluðu mennirir í sína áttina og hittust síðar á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þeirra beið jeppi. Á honum óku þeir í Hvalfjörð þar sem þeir brenndu ávísanir, Visa-nótur og föt. Skiptu út númeraplötum á tveimur stolnum bílum Að morgni dags 18. desember 1995 réðust þrír grímuklæddir menn inn í Búnaðarbankann á Vesturgötu. Ránið svipaði mikið til Skeljungsránsins og töldu menn lengi vel að sömu ræningjar stæðu að þeim báðum. Mennirnir sem rændu Búnaðarbankann voru klæddir í samfestinga með lambhúshettur. Tveir þeirra voru vopnaðir hnífum og sá þriðji haglabyssu. Atlagan er sögð aðeins hafa tekið um eina mínútu. Ræningjarnir komust á brott með tæpar tvær milljónir í reiðufé, sem í dag eru um 7 milljónir. Þeir hlupu á brott niður á Nýlendugötu að sögn vitna og sporhundar röktu slóð þeirra áfram yfir Garðastræti þar sem slóð þeirra hvarf. Lögregla taldi að bifreið hafi beðið ræningjanna þar en síðar fannst Toyota-bifreið á Ásvallagötu og í henni hnífur, sem talinn er hafa tilheyrt einum ræningjanna. Bílnum hafði verið stolið úr Sigluvogi. Þá höfðu þeir ferðast í bankann á bíl, sem þeir höfðu stolið í Kópavogi. Báðir bílarnir voru á númeraplötum sem stolið hafði verið af bílasölu á Selfossi. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggisyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Lögreglan hefur enn ekki fundið Yarisinn sem notaður var við verkið. Bíllinn er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Eins og áður segir tóku þjófarnir sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar fundust í gær á Esjumelum og í Mosfellsbæ en verðmætin eru ófundin. Fram kom í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í gær að sérstakar litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við fréttastofu í gær að búið hafi verið að opna allar töskurnar með slípirokk þegar þær fundust. Heimir segir þá vísbendingar um að litasprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. Þrjú óupplýst bankarán Nokkuð langt er síðan rán af þessari stærðargráðu var framið hér á Íslandi og aðeins þrjú teljast til óupplýstra bankarána. Eitt þeirra var framið um verslunarmannahelgina 1991 í útibúi Landsbankans á Borgarfirði eystri og er það enn óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla og fór þjófurinn inn í útibúið í gegn um fiskvinnsluna. Þar braut hann upp 200 kílóa peningaskáp. Engin vitni voru að innbrotinu þrátt fyrir að mikil og fjölmenn samkoma var í næsta húsi. Þjófurinn hafði með sér eina milljón króna, sem í dag eru um 3,9 milljónir. Ránið fyrir utan Catalinu svipar þó nokkuð meira til tveggja rána sem framin voru árið 1995: Skeljungsránið og Búnaðarbankaránið. Má þar helst nefna bílstuld í öllum málunum og tilfærslu á númeraplötum. Þá höfðu ræningjarnir í Skeljungsmálinu losað sig við peningapoka og fleiri sönnunargögn í Kjós, en ræningjarnir fyrir utan Catalinu losuðu sig við hluta peningataskanna, eins og áður segir, á Esjumelum. Fjallað var um ránin þrjú í Óupplýstum lögreglumálum á Stöð 2 árið 2013. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að neðan. Safnaði ryki hjá lögreglu í átta ár Skeljungsránið var framið mánudagsmorguninn 27. febrúar þegar tveir starfsmenn Skeljungs voru á leið í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu að skila þangað helgaruppgjöri, um sex milljónum króna eða 21,5 á gengi dagsins í dag. Þrír hettuklæddir menn, klæddir bláum vinnugöllum, réðust að starfsmönnunum og barði einn hettuklæddu mannanna annan starfsmanninn í höfuðið með slökkvitæki með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Ræningjarnir hrifsuðu til sín uppgjörstöskuna og flúðu vettvanginn á hvítum Saab, sem beið þeirra á Vonarstræti. Flóttabifreiðin, sem hafði verið stolið, fannst síðar sama morgun á Ásvallagötu og hafði verið gerð tilraun til að kveikja í henni. Síðar um daginn barst svo tilkynning um eld sem logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Hafði eldur verið kveiktur í tösku, fötum, skóm og peningapoka frá Skeljungi og því talið að ræningjarnir hafi reynt að farga sönnunargögnum í eldinum. Lögreglu varð ekkert ágengt í rannsókn málsins og var það ekki fyrr en árið 2003 þegar fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins leitaði til lögreglu í kjölfar umfjöllunar um málið í Sönnum íslenskum sakamálum. Lögregla tók rannsókn þá upp að nýju og fór svo að Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Annar samverkamanna hans var látinn á þeim tíma og ekki tókst að sanna aðild þess þriðja að málinu. Fram kom fyrir dómi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Mennirnir hafi til dæmis ekið Saab-bílnum á Ásvallagötu þar sem þeirra biðu þrjú reiðhjól. Allir hjóluðu mennirir í sína áttina og hittust síðar á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þeirra beið jeppi. Á honum óku þeir í Hvalfjörð þar sem þeir brenndu ávísanir, Visa-nótur og föt. Skiptu út númeraplötum á tveimur stolnum bílum Að morgni dags 18. desember 1995 réðust þrír grímuklæddir menn inn í Búnaðarbankann á Vesturgötu. Ránið svipaði mikið til Skeljungsránsins og töldu menn lengi vel að sömu ræningjar stæðu að þeim báðum. Mennirnir sem rændu Búnaðarbankann voru klæddir í samfestinga með lambhúshettur. Tveir þeirra voru vopnaðir hnífum og sá þriðji haglabyssu. Atlagan er sögð aðeins hafa tekið um eina mínútu. Ræningjarnir komust á brott með tæpar tvær milljónir í reiðufé, sem í dag eru um 7 milljónir. Þeir hlupu á brott niður á Nýlendugötu að sögn vitna og sporhundar röktu slóð þeirra áfram yfir Garðastræti þar sem slóð þeirra hvarf. Lögregla taldi að bifreið hafi beðið ræningjanna þar en síðar fannst Toyota-bifreið á Ásvallagötu og í henni hnífur, sem talinn er hafa tilheyrt einum ræningjanna. Bílnum hafði verið stolið úr Sigluvogi. Þá höfðu þeir ferðast í bankann á bíl, sem þeir höfðu stolið í Kópavogi. Báðir bílarnir voru á númeraplötum sem stolið hafði verið af bílasölu á Selfossi.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14