Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Kristín Ólafsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. mars 2024 15:30 Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Vísir/Arnar Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“ Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“
Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira