Bónus, Extra og Heimkaup oftast með lægsta verðið á páskaeggjum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2024 08:26 Páskaeggin eru ódýrust í Bónus, Krónunni og Extra. Vísir/Vilhelm Verð hafa færst lítillega niður á páskaeggjum í hægvinnu verðstríði undanfarnar tvær vikur. Bónus, Extra og Heimkaup eru oftast með lægsta verðið en Bónus, Krónan og Kjörbúðin með lægsta meðalverðið á páskaeggjum. Heimkaup lækkuðu verð á páskaeggjum 8. mars og Extra um svipað leiti. Eftir það hafa verð lækkað lítillega í Bónus, en Krónan hefur fylgt skammt á eftir síðustu daga. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ á páskaeggjum í ár. Samkvæmt könnuninni hefur þessi hreyfing fært lægsta verðið á mörgum páskaeggjum niður um einhverjar krónur eða fáeina tugi króna, örfáar prósentur, og eru helstu áhrifin að röð verslana þegar kemur að lægsta verði páskaeggja hefur breyst. Nú eru allar verslanirnar sem skoðaðar voru innan 10 prósentustigum frá lægsta verði að meðaltali, að þremur undanskildum. Þetta má gaumgæfa betur með því að skoða aðeins þær verslanir og þá daga sem lækkunartakturinn hefur varað. Svipaða mynd mætti draga af verði fleiri páskaeggja. Þessi hreyfing hefur fært lægsta verðið á mörgum páskaeggjum niður um einhverjar krónur eða fáeina tugi króna, örfáar prósentur, og eru helstu áhrifin að röð verslana þegar kemur að lægsta verði páskaeggja hefur breyst. Nú eru allar verslanirnar sem skoðaðar voru innan 10% frá lægsta verði að meðaltali, að þremur undanskildum. Þrjár verslanir ódýrastar Verslanirnar sem skera sig úr eru 10-11 þar sem páskaeggin eru að jafnaði 40 prósent dýrari en lægsta verð, Iceland sem er 38 prósent dýrari og Krambúðin sem er 37 prósent dýrari. Mestur var munurinn á Góu hrauneggi nr. 1, sem var ódýrast í Krónunni á 140 krónur en dýrast í 10-11 á 249 krónur. Af 34 eggjum sem skoðuð voru í Bónus var verðið þar lægst á 28 páskaeggjum, eða í 82 prósent tilfella. Af 48 eggjum sem skoðuð voru í Extra var verðið þar lægst á 34, eða í 71 prósent tilfella. Þau egg sem ekki voru ódýrust í Extra voru flest páskaegg nr. 1 af ýmsum sortum, sem kostuðu að meðaltali 30 prósent meira en þar sem þau voru ódýrust. Í Heimkaupum voru 46 egg skoðuð, 32 voru þar á lægsta fáanlega verði eða 70 prósent. Verð lækka í tveimur verslunum Séu verð úr páskaeggjakönnun verðlagseftirlitsins í fyrra borin saman við þau verð sem fundust í dag sést að tvær verslanir selja páskaegg nú á lægra verði en í fyrra; Heimkaup en þar er sjö prósentustiga lækkun gg Hagkaup þar sem er 0,2 prósent lækkun. Iceland hefur hækkað verð mest, eða um 29 prósent að meðaltali. Fram kemur í frétt ASÍ að í könnuninni í fyrra hafi ekki verið skoðuð verð í Extra, Krambúðinni og 10-11. Rangar verðmerkingar í Hagkaup Könnunin var framkvæmd í Bónus, Fjarðarkaupum, Hagkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, Iceland og í vefverslunum Nettó, Krónunnar og Heimkaupa þann 25. mars 2024. Þess má geta að Hagkaup hefur stundum ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun, til dæmis voru Freyju draumaegg nr. 4 merkt bæði á 1979 og 2099 krónur í Hagkaup Skeifunni um helgina. Önnur dæmi í sömu verslun voru Nóa páskaegg nr. 6 (4269kr/4699kr), Freyju lakkrísbombuegg nr. 9 (3299kr/3799kr) og Nóa trompegg nr. 5 (3599kr/3999kr). Telja mætti fleiri dæmi. Tvöfaldar merkingar voru einnig til staðar í Hagkaup Smáralind. Munurinn er í sumum tilfellum verulegur, eða allt að 500kr. Verð á öllum páskaeggjum Hækkanir milli ára Fréttin hefur verið leiðrétt og fyrirsögn breytt. Páskar Fjármál heimilisins Verslun Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Heimkaup lækkuðu verð á páskaeggjum 8. mars og Extra um svipað leiti. Eftir það hafa verð lækkað lítillega í Bónus, en Krónan hefur fylgt skammt á eftir síðustu daga. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ á páskaeggjum í ár. Samkvæmt könnuninni hefur þessi hreyfing fært lægsta verðið á mörgum páskaeggjum niður um einhverjar krónur eða fáeina tugi króna, örfáar prósentur, og eru helstu áhrifin að röð verslana þegar kemur að lægsta verði páskaeggja hefur breyst. Nú eru allar verslanirnar sem skoðaðar voru innan 10 prósentustigum frá lægsta verði að meðaltali, að þremur undanskildum. Þetta má gaumgæfa betur með því að skoða aðeins þær verslanir og þá daga sem lækkunartakturinn hefur varað. Svipaða mynd mætti draga af verði fleiri páskaeggja. Þessi hreyfing hefur fært lægsta verðið á mörgum páskaeggjum niður um einhverjar krónur eða fáeina tugi króna, örfáar prósentur, og eru helstu áhrifin að röð verslana þegar kemur að lægsta verði páskaeggja hefur breyst. Nú eru allar verslanirnar sem skoðaðar voru innan 10% frá lægsta verði að meðaltali, að þremur undanskildum. Þrjár verslanir ódýrastar Verslanirnar sem skera sig úr eru 10-11 þar sem páskaeggin eru að jafnaði 40 prósent dýrari en lægsta verð, Iceland sem er 38 prósent dýrari og Krambúðin sem er 37 prósent dýrari. Mestur var munurinn á Góu hrauneggi nr. 1, sem var ódýrast í Krónunni á 140 krónur en dýrast í 10-11 á 249 krónur. Af 34 eggjum sem skoðuð voru í Bónus var verðið þar lægst á 28 páskaeggjum, eða í 82 prósent tilfella. Af 48 eggjum sem skoðuð voru í Extra var verðið þar lægst á 34, eða í 71 prósent tilfella. Þau egg sem ekki voru ódýrust í Extra voru flest páskaegg nr. 1 af ýmsum sortum, sem kostuðu að meðaltali 30 prósent meira en þar sem þau voru ódýrust. Í Heimkaupum voru 46 egg skoðuð, 32 voru þar á lægsta fáanlega verði eða 70 prósent. Verð lækka í tveimur verslunum Séu verð úr páskaeggjakönnun verðlagseftirlitsins í fyrra borin saman við þau verð sem fundust í dag sést að tvær verslanir selja páskaegg nú á lægra verði en í fyrra; Heimkaup en þar er sjö prósentustiga lækkun gg Hagkaup þar sem er 0,2 prósent lækkun. Iceland hefur hækkað verð mest, eða um 29 prósent að meðaltali. Fram kemur í frétt ASÍ að í könnuninni í fyrra hafi ekki verið skoðuð verð í Extra, Krambúðinni og 10-11. Rangar verðmerkingar í Hagkaup Könnunin var framkvæmd í Bónus, Fjarðarkaupum, Hagkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, Iceland og í vefverslunum Nettó, Krónunnar og Heimkaupa þann 25. mars 2024. Þess má geta að Hagkaup hefur stundum ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun, til dæmis voru Freyju draumaegg nr. 4 merkt bæði á 1979 og 2099 krónur í Hagkaup Skeifunni um helgina. Önnur dæmi í sömu verslun voru Nóa páskaegg nr. 6 (4269kr/4699kr), Freyju lakkrísbombuegg nr. 9 (3299kr/3799kr) og Nóa trompegg nr. 5 (3599kr/3999kr). Telja mætti fleiri dæmi. Tvöfaldar merkingar voru einnig til staðar í Hagkaup Smáralind. Munurinn er í sumum tilfellum verulegur, eða allt að 500kr. Verð á öllum páskaeggjum Hækkanir milli ára Fréttin hefur verið leiðrétt og fyrirsögn breytt.
Páskar Fjármál heimilisins Verslun Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira