Viltu finna milljarð? Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. mars 2024 07:30 Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Rekstur hins opinbera Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun