Lærisveinar Rúnars lentu á hraðahindrun Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2024 17:10 Rúnar Sigtryggsson hafði stýrt sínum mönnum til sigurs þrjá leiki í röð en mátti sætta sig við tap í dag vísir/Getty Lið Leipzig í þýska handboltanum var á góðri siglingu en lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leik dagsins þegar liðið mætti Eisenach. Leipzig hafði unnið þrjá leiki í röð en Eisenach er í bullandi fallbaráttu og hafði aðeins náð einu jafntefli í síðustu sex leikjum fyrir viðureign liðanna í dag. Leipzig hafði yfirhöndina fram af leiknum og náði upp fimm marka forskoti tvisvar í seinni hálfleik. En á um það bil fjórum mínútum skoraði Eisenach fjögur mörg og staðan breyttist úr 21-16 í 21-20. Skömmu síðar kom svo annar stórskotakafli frá gestunum og staðan allt í einu orðin 25-28 og aðeins sjö mínútur tæpar til leiksloka. Andri Már Rúnarsson gerði hvað hann gat til að klóra í bakkann og skoraði tvö mörk á lokakaflanum en það dugði ekki til, lokatölur í Leipzig 29-31 og kærkomin stig í hús hjá Eisenach. Andri Már skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig en Viggó Kristjánsson tók ekki þátt í leiknum. Fleiri Íslendingar stóðu í ströngu í þýska boltanum í dag. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tóku á móti TVB Stuttgart og unnu nokkuð þægilegan sigur 35-27. Aron Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Eftir ellefu ár úti í atvinnumennsku er handboltamaðurinn Oddur Gretarsson á heimleið. Hann flytur með fjölskyldu sinni heim til Akureyrar af loknu yfirstandandi tímabili og gengur til liðs við uppeldisfélagið ÞórMynd:Balingen Þá var Oddur Grétarsson í stóru hlutverki hjá HBW Balingen sem sótti topplið Füchse Berlin heim. Oddur raðaði inn mörkum í lokin og gerði sitt besta til að jafna leikinn en hinn danski Hans Lindberg svaraði öllu sem Oddur reyndi og skoraði sex af síðustu sjö mörkum Füchse Berlin. Oddur var markahæstur sinna manna í dag með átta mörk. Daníel Þór Ingason skoraði tvö og lagði upp annað eins. Balingen er í neðsta sæti deildarinnar og var þetta fjórða tap liðsins í röð. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leipzig hafði unnið þrjá leiki í röð en Eisenach er í bullandi fallbaráttu og hafði aðeins náð einu jafntefli í síðustu sex leikjum fyrir viðureign liðanna í dag. Leipzig hafði yfirhöndina fram af leiknum og náði upp fimm marka forskoti tvisvar í seinni hálfleik. En á um það bil fjórum mínútum skoraði Eisenach fjögur mörg og staðan breyttist úr 21-16 í 21-20. Skömmu síðar kom svo annar stórskotakafli frá gestunum og staðan allt í einu orðin 25-28 og aðeins sjö mínútur tæpar til leiksloka. Andri Már Rúnarsson gerði hvað hann gat til að klóra í bakkann og skoraði tvö mörk á lokakaflanum en það dugði ekki til, lokatölur í Leipzig 29-31 og kærkomin stig í hús hjá Eisenach. Andri Már skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig en Viggó Kristjánsson tók ekki þátt í leiknum. Fleiri Íslendingar stóðu í ströngu í þýska boltanum í dag. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tóku á móti TVB Stuttgart og unnu nokkuð þægilegan sigur 35-27. Aron Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Eftir ellefu ár úti í atvinnumennsku er handboltamaðurinn Oddur Gretarsson á heimleið. Hann flytur með fjölskyldu sinni heim til Akureyrar af loknu yfirstandandi tímabili og gengur til liðs við uppeldisfélagið ÞórMynd:Balingen Þá var Oddur Grétarsson í stóru hlutverki hjá HBW Balingen sem sótti topplið Füchse Berlin heim. Oddur raðaði inn mörkum í lokin og gerði sitt besta til að jafna leikinn en hinn danski Hans Lindberg svaraði öllu sem Oddur reyndi og skoraði sex af síðustu sjö mörkum Füchse Berlin. Oddur var markahæstur sinna manna í dag með átta mörk. Daníel Þór Ingason skoraði tvö og lagði upp annað eins. Balingen er í neðsta sæti deildarinnar og var þetta fjórða tap liðsins í röð.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira