Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 13:43 Flugvél með merkjum Ernis á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“ Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“
Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38