Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 07:58 Skemmd íbúablokk í úthverfi Kyiv í kjölfar loftárása í vikunni. vísir/vilhelm Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira