Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 18:40 Guðfinnur Sigurvinsson Rakarastofan Herramenn Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“ Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“
Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira