Nær ómöglegt að hætta við kaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. mars 2024 21:00 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ telur nær ómöglegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM af Kvikubanka. Hann sjái ekkert óeðlilegt við kaupin sem séu í samræmi við aðra þróun á fjármálamarkaði. Vísir/Arnar Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira