Eru aðgangs- og öryggismál í fjölbýlishúsum í molum? Daníel Árnason skrifar 21. mars 2024 11:30 Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun