Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 12:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, óskar félagsfólki sínu til hamingju með nýsamþykktan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, en atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar um nýjan kjarasamning við SA lauk í hádeginu. „Samningurinn var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum greiddra atkvæða, og kjörsókn stórjókst miðað við atkvæðagreiðsluna 2019. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 493 eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði. 377 eða 10% skiluðu auðu. Af þeim 20.326 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða rétt tæp 18%. Til samanburðar var kjörsókn rúm 10 prósent í sambærilegri atkvæðagreiðslu um Lífskjarasamningana árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún óski félagsfólki til hamingju með nýjan kjarasamning. Þá óski hún einnig samninganefnd Eflingar til hamingju með að hann hafi verið samþykktur með svo góðum meirihluta. „Í því felst mikil og dýrmæt traustsyfirlýsing til félagsfólksins sem sigldi þessum kjaraviðræðum í höfn. Ég fagna því líka að við höfum aukið kjörsókn um hátt í 80% miðað við atkvæðagreiðsluna 2019, sem að mínum dómi er til marks um árangur okkar í að efla þátttöku í félaginu á síðustu árum,“ sagði Sólveig Anna. Fram kemur að Efling hvetji félagsfólk til að kynna sér vel allar breytingar samningsins, sérstaklega launahækkanir. „Félagsfólk er jafnframt hvatt til að fylgjast með því að launahækkanir skili sér við næstu launagreiðslu. Hækkanir gilda frá 1. febrúar og á því næsta launagreiðsla að fela í sér afturvirkni vegna febrúarmánaðar,“ segir í tilkynningunni. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, en atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar um nýjan kjarasamning við SA lauk í hádeginu. „Samningurinn var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum greiddra atkvæða, og kjörsókn stórjókst miðað við atkvæðagreiðsluna 2019. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 493 eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði. 377 eða 10% skiluðu auðu. Af þeim 20.326 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða rétt tæp 18%. Til samanburðar var kjörsókn rúm 10 prósent í sambærilegri atkvæðagreiðslu um Lífskjarasamningana árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún óski félagsfólki til hamingju með nýjan kjarasamning. Þá óski hún einnig samninganefnd Eflingar til hamingju með að hann hafi verið samþykktur með svo góðum meirihluta. „Í því felst mikil og dýrmæt traustsyfirlýsing til félagsfólksins sem sigldi þessum kjaraviðræðum í höfn. Ég fagna því líka að við höfum aukið kjörsókn um hátt í 80% miðað við atkvæðagreiðsluna 2019, sem að mínum dómi er til marks um árangur okkar í að efla þátttöku í félaginu á síðustu árum,“ sagði Sólveig Anna. Fram kemur að Efling hvetji félagsfólk til að kynna sér vel allar breytingar samningsins, sérstaklega launahækkanir. „Félagsfólk er jafnframt hvatt til að fylgjast með því að launahækkanir skili sér við næstu launagreiðslu. Hækkanir gilda frá 1. febrúar og á því næsta launagreiðsla að fela í sér afturvirkni vegna febrúarmánaðar,“ segir í tilkynningunni.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira