Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 23:23 Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um langvarandi stuðning við Úkraínu á þingfundi í dag. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa. „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira