Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2024 18:20 Dóra segir hreinsun húsagatna nú taka einn til tvo daga en áður hafi hún tekið fjóra til fimm daga. Vísir/Vilhelm Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent. Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent.
Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira