Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2024 19:21 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag. Þetta segir fjármálaráðherra ekki vera rétt. Stöð 2/Einar Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi. Bankaráð Landsbankans varð í dag við kröfu Bankasýslunnar um að fresta aðalfundi bankans sem halda átti á morgun til 19. apríl. Bankasýslan fer með hlut ríkisins í fjármálastofnunum og þar með 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt bréfasendingum í gær kom Bankasýslan af fjöllum þegar Landsbankinn tilkynnti á sunnudag að hann hefði skrifað undir bindandi kaupsamning við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 26,8 milljarða króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að Landsbankinn hafi átt að greina Bankasýslunni frá því að til stæði að kaupa TM áður en gengið var frá kaupunum.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum „Það er þá á ábyrgð bankaráðs Landsbankans að upplýsa og vera í samskiptum við Bankasýsluna,“ segir fjármálaráðherra. Misvísandi yfirlýsingar Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans og hefur óskað eftir skýringum frá þeim á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Ráðherra telur rétt að bíða eftir þeim svörum. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans.Grafík/Hjalti Þórdís Kolbrún sagði hins vegar í Facebook færslu sinni á sunnudag að þessi kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Þessar yfirlýsingar eru ekki alveg á pari? „Nei, ég átta mig auðvitað alveg á því hvað segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem það er ekki á dagskrá að hefja sölu Landsbankans heldur er á dagskrá að klára sölu á Íslandsbanka,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórnin hefði afgreitt frumvarp um þá sölu frá sér í dag sem miðaði því að sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka gæti lokið á næsta ári. Ríkið á 98 prósent í Landsbankanum og segir fjármálaráðherra engan vafa leika á því að bankinn væri ríkisfyrirtæki.Vísir/Vilhelm „En það segir heldur ekki í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar né eigendastefnu ríkisins þegar kemur að fjármálafyrirtækjum að það eigi einhvern veginn að þenja út ríkisbanka, kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað,“ segir fjármálaráðherra. Skýra þarf samskipti ráðherra og Bankasýslu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skýra samskipti fjármálaráðherra og Bankasýslunnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir enga pólitíska umræðu hafa verið tekna um það hvort reka ætti Landsbankann með þeim hætti sem þarna birtist. Þarna hefði ákveðiðfrumhlaup átt sér stað.. „Og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar. Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og bankasýslu undanfarin tvö ár eða eftir að þessi fjármálaráðherra tók við. Vegna þess að ég hef átilfinningunni að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bankasýsluna óhæfa til að sinna sínu hlutverki.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er furðulostin yfir að Bankasýslan haldi enn á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir yfirlýsingar um að leggja ætti hana niður. „Að þetta mál hafi komið þeim í opna skjöldu held ég að sé enn ein ástæða þess að þessi stofnun er ekki fær um að sinna sínu hlutverki. Við hljótum að óska skýringa á því hvað er eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni sem hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi í bönkum sem hún á nánast allan eignarhlutann í,“ sagði Þórhildur Sunna. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Bankaráð Landsbankans varð í dag við kröfu Bankasýslunnar um að fresta aðalfundi bankans sem halda átti á morgun til 19. apríl. Bankasýslan fer með hlut ríkisins í fjármálastofnunum og þar með 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt bréfasendingum í gær kom Bankasýslan af fjöllum þegar Landsbankinn tilkynnti á sunnudag að hann hefði skrifað undir bindandi kaupsamning við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 26,8 milljarða króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að Landsbankinn hafi átt að greina Bankasýslunni frá því að til stæði að kaupa TM áður en gengið var frá kaupunum.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum „Það er þá á ábyrgð bankaráðs Landsbankans að upplýsa og vera í samskiptum við Bankasýsluna,“ segir fjármálaráðherra. Misvísandi yfirlýsingar Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans og hefur óskað eftir skýringum frá þeim á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Ráðherra telur rétt að bíða eftir þeim svörum. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans.Grafík/Hjalti Þórdís Kolbrún sagði hins vegar í Facebook færslu sinni á sunnudag að þessi kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Þessar yfirlýsingar eru ekki alveg á pari? „Nei, ég átta mig auðvitað alveg á því hvað segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem það er ekki á dagskrá að hefja sölu Landsbankans heldur er á dagskrá að klára sölu á Íslandsbanka,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórnin hefði afgreitt frumvarp um þá sölu frá sér í dag sem miðaði því að sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka gæti lokið á næsta ári. Ríkið á 98 prósent í Landsbankanum og segir fjármálaráðherra engan vafa leika á því að bankinn væri ríkisfyrirtæki.Vísir/Vilhelm „En það segir heldur ekki í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar né eigendastefnu ríkisins þegar kemur að fjármálafyrirtækjum að það eigi einhvern veginn að þenja út ríkisbanka, kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað,“ segir fjármálaráðherra. Skýra þarf samskipti ráðherra og Bankasýslu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skýra samskipti fjármálaráðherra og Bankasýslunnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir enga pólitíska umræðu hafa verið tekna um það hvort reka ætti Landsbankann með þeim hætti sem þarna birtist. Þarna hefði ákveðiðfrumhlaup átt sér stað.. „Og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar. Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og bankasýslu undanfarin tvö ár eða eftir að þessi fjármálaráðherra tók við. Vegna þess að ég hef átilfinningunni að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bankasýsluna óhæfa til að sinna sínu hlutverki.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er furðulostin yfir að Bankasýslan haldi enn á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir yfirlýsingar um að leggja ætti hana niður. „Að þetta mál hafi komið þeim í opna skjöldu held ég að sé enn ein ástæða þess að þessi stofnun er ekki fær um að sinna sínu hlutverki. Við hljótum að óska skýringa á því hvað er eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni sem hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi í bönkum sem hún á nánast allan eignarhlutann í,“ sagði Þórhildur Sunna.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50
Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20