Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 09:48 Eðvald Gíslason er nýr fjármálastjóri Sýnar á Suðurlandsbraut. Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12