Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 21:57 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Stöð 2/Rúnar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Í bréfinu vísar Jón Gunnar Jónsson, forstjóri bankasýslunnar til tilkynningar Kviku banka þar sem upplýst var að um að Kvika hefði ákveðið að taka tilboði Landsbankans um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum. „BR, sem fer með 98,2 prósent hlut í Landsbankanum fyrir hönd ráðherra, lýsir yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf um ofangreind viðskipti,“ segir í bréfi Bankasýslunnar. Hafi borið að upplýsa Bankasýsluna Í bréfinu segir að samkvæmt ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri NBI hf. (nú Landsbankans hf.), milli BR og stjórnar Landsbankans frá því í desember 2010, beri Landsbankanum án tafar að upplýsa hluthafa um öll mikilvæg mál sem upp kunna að koma, eða eru ákveðin af bankanum og gætu haft afgerandi áhrif á rekstur og efnahag. Jafnframt skuli bankinn upplýsa BR um öll mikilvæg mál sem upp kunna koma eða eru ákveðin af bankanum og kunna að hafa áhrif á atriði er varða samninginn. Þess beri að geta að eigendastefna ríkisins sé fylgiskjal með samningnum. Krefjast frestunar og greinargerðar „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna, skyldum Landsbankans gagnvart BR skv. samningi aðila frá desember 2010 og ákvæðum eigendastefnu ríkisins. Þá er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig þessi viðskipti hafa áhrif á áhættu í rekstri bankans og getu hans til arðgreiðslna til hluthafa eða annars konar ráðstöfunar á umfram eiginfé. Þess er óskað að greinargerð þessi verði afhent innan 7 daga frá dagsetningu bréfs þessa.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kvika banki Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Í bréfinu vísar Jón Gunnar Jónsson, forstjóri bankasýslunnar til tilkynningar Kviku banka þar sem upplýst var að um að Kvika hefði ákveðið að taka tilboði Landsbankans um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum. „BR, sem fer með 98,2 prósent hlut í Landsbankanum fyrir hönd ráðherra, lýsir yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf um ofangreind viðskipti,“ segir í bréfi Bankasýslunnar. Hafi borið að upplýsa Bankasýsluna Í bréfinu segir að samkvæmt ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri NBI hf. (nú Landsbankans hf.), milli BR og stjórnar Landsbankans frá því í desember 2010, beri Landsbankanum án tafar að upplýsa hluthafa um öll mikilvæg mál sem upp kunna að koma, eða eru ákveðin af bankanum og gætu haft afgerandi áhrif á rekstur og efnahag. Jafnframt skuli bankinn upplýsa BR um öll mikilvæg mál sem upp kunna koma eða eru ákveðin af bankanum og kunna að hafa áhrif á atriði er varða samninginn. Þess beri að geta að eigendastefna ríkisins sé fylgiskjal með samningnum. Krefjast frestunar og greinargerðar „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna, skyldum Landsbankans gagnvart BR skv. samningi aðila frá desember 2010 og ákvæðum eigendastefnu ríkisins. Þá er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig þessi viðskipti hafa áhrif á áhættu í rekstri bankans og getu hans til arðgreiðslna til hluthafa eða annars konar ráðstöfunar á umfram eiginfé. Þess er óskað að greinargerð þessi verði afhent innan 7 daga frá dagsetningu bréfs þessa.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kvika banki Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58