Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. mars 2024 21:10 Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. AP Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira