„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2024 21:01 Benóný Ægisson fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir þyrluna hafa reynst einstaklega vel. Vísir/Arnar Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“ Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“
Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33