„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2024 21:01 Benóný Ægisson fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir þyrluna hafa reynst einstaklega vel. Vísir/Arnar Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“ Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“
Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33