Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 15:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í viðleytni til að höggva á hnútinn í viðræðum verlsunarmanna og SA. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05
Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent