Krónan brást strax við Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:01 Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Davíðs Viðarssonar Matvöruverslun Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38 Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Sjá meira
Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar.
Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38
Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun