Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 19:07 Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir að efla þurfi eftirlit. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“ Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51