Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 19:07 Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir að efla þurfi eftirlit. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“ Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51