Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 09:31 Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og fór þá með liðið í athyglisverða æfingaferð til Íslands. Getty/Jean Catuffe Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira