Núna er betra en nýtt – Tími er betra en tækni Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. mars 2024 13:00 Við lifum á tímum loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Það segja okkar færustu vísindamenn aftur og aftur og aftur. Þeir byggja niðurstöður sínar á áralöngum rannsóknum og sumir jafnvel eytt allri sinni starfsævi að rannsaka loftslagsbreytingar og hvað veldur þeim. Niðurstaðan er alltaf sú sama, mannfólkinu er um að kenna. Flest okkar taka þeim sannleik og vinna með það meðan hinir fáu berja hausnum við steininn. Þrátt fyrir ýmsa grósku og gott framtak erum við samt enn í sömu sporunum og virðumst ekki taka vandann alvarlega þrátt fyrir varnaðarorð sem vísindamenn hafa haft uppi um langa hríð. Kannski er hinn séríslenski frasi „þetta reddast“ að breiðast út um heiminn. Vísindin hafa ekki bara greint hver vandinn er heldur geta þau einnig bent okkur í rétta átt þegar við veljum aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar. Meir en nokkur sinni fyrr þurfum við á því að halda að vísindin leiði okkur í rétta átt. Hugmyndir að aðgerðum í loftslagsmálum eru orðnar mjög margar og því hafa vísindin flokkað hvað virkar best og hvað minna. Með öðrum orðum hvað hefur mest jákvæð áhrif. Við vitum vel, þökk sé vísindunum, að það er engin ein töfralausn sem leysir þetta fyrir okkur. Við þurfum að gera marga hluti en það þarf að forgangsraða þeim eftir því hvað skilar mestum og skjótvirkum árangri. Það hafa vísindin gert með metagreiningu. Tíminn er knappur og við þurfum að vinna hratt. Góður fréttirnar eru hinsvegar að það er til fullt af lausnum til að vinna gegn loftslagsbreytingum núna. Þessar lausnir eru líka mun ódýrari fyrir okkur heldur en það sem við gerum í dag til að halda samfélögum víðsvegar um heim gangandi. Þær eru ódýrari en brennsla jarðefnaeldsneytis, ódýrari en mengandi iðnaður og ódýrari en hefðbundinn landbúnaður. Þessar loftslagsaðgerðir sem eru tilbúnar eru ekki bara ódýrar heldur forða okkur frá hamförum í framtíðinni. Hvernig við ættum að haga hlutunum er flestum ljóst. Það þarf að rífa í handbremsuna og draga mjög hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samhliða því þurfum við að fjarlæga kolefni úr andrúmsloftinu ef við ætlum að ná takmörkum okkar um kolefnishlutlaust hagkerfi. Við höfum í raun bara nokkur ár eins og vísindin hafa bent okkur á. Þetta er öllum orðið nokkuð ljóst en það sem vill oft gleymast í þessu ferli er tímalínan. Ástæðu þess má rekja til þess hversu hægt loftslagsbreytingar eiga sér stað. Loftslagsbreytingar eru uppsafnaður vandi sem byggist upp með tímanum. En lausnirnar eru einnig eitthvað sem byggist upp með tímanum því hvert prósent sem við drögum úr losun byggist upp með tímanum, sérstaklega ef um varanlegan samdrátt er að ræða. Það bætist svo bara ofan á það eftir því sem við drögum enn frekar úr losun. Þetta segja okkur vísindin. En því lengur sem við bíðum með að hefjast handa því minni áhrif mun þessar lausnir hafa inn í framtíðina. Að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu er meiri áskorun heldur en að draga úr losun. Þar erum við tæknilega séð að byrja á núlli. En við þurfum að komast upp í 1 gígatonn sem er um 4% af því sem þarf að gerast á heimsvísu. Það er því heilmikil brekka framundan í þeim efnum. Tímalínan hér er þó rétt eins mikilvæg eins og með samdrátt í losun. Fjárfesting í dag er því afar mikilvæg til þess að kapallinn gangi upp. Við þurfum að rífa í handbremsuna eins og það er nefnt. Við þurfum sem heimsbyggð að stöðva skógarhögg, stöðva metanlosun eða auka orkunýtni í núverandi orkuinnviðum. Þetta eru fljótlegar lausnir sem skila miklu. Á meðan við gerum það þurfum við að byggja upp nýja lágkolefnis innviði. Þar erum við að tala um orkuinnviði, almenningssamgöngur, byggingar og svo framvegis. En það tekur allt sinn tíma, tíma sem við höfum lítið af. Við þurfum einnig náttúrumiðaðar lausnir eins og skógrækt, jarðvegsheimt, endurheimt vistkerfa og votlendis. Það tekur einnig sinn tíma. Að sjálfsögðu þurfum við einnig nýja tækni en eins og áður segir mun það taka sinn tíma að byggjast upp. Því lengur sem við bíðum því minni áhrif munu þessar aðgerðir hafa. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á það sem er tilbúið núna. Þess vegna beita vísindamenn oft frasanum „núna er betra en nýtt“ og „tími er betra en tækni“. Það er ljóst að við þurfum að horfa til vísindanna til að hjálpa okkur að gera marga hluti. Hvar sé best að byrja og hvernig. Byggja upp ákveðið safn aðgerða sem geta virkað strax og einnig inn í framtíðina. Til þess að gera slíkt þurfum við að leggja áherslu á rétta staði. Fjárfesta í loftslagsaðgerðum sem munu skila sér mest. Í Bandaríkjunum sem dæmi fjárfesta stjórnvöld 66% af öllu fjármagni til loftslagsmála í raforkuframleiðslu. Það skilar sér í 20% samdrætti losunar. Á Íslandi er sama sagan í raun. Langmest fjármagn fer í orkuskiptin en miðað við ávinningin er hver króna eydd að skila mun minna í þeim efnum. Samhliða því fjárfesta einkafjárfestar 66% í samgöngur (rafbíla fyrst og fremst) sem skilar sér í 13% samdrætti. Hér á landi er fókusinn á orkuskipti þegar bætt landnotkun myndi skila sér mun betur inn í heildarmyndina. Myndin er frekar skökk í þessum efnum og það þarf að forgangsraða mun betur. Vísindin benda okkur á að fylgja þeirra uppskrift. 1) Lausnir þurfa að byggja á vísindum, 2) þær þurfa að vera ódýrar því við þurfum að geta gert margt, 3) nota tilbúnar lausnir strax til að hámarka jákvæð áhrif, 4) tryggja jafnrétti og jöfn umskipti svo það sé gagnlegt fólki og 6) miða allt sem við gerum við hlutfall kolefnis í andrúmsloftinu. Við getum komið í veg fyrir hamfarir ef við gerum þetta allt saman. Tíminn er hinsvegar knappur og við þurfum að láta hverja krónu og hverja aðgerð telja svo hægt sé að ná árangri. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Það segja okkar færustu vísindamenn aftur og aftur og aftur. Þeir byggja niðurstöður sínar á áralöngum rannsóknum og sumir jafnvel eytt allri sinni starfsævi að rannsaka loftslagsbreytingar og hvað veldur þeim. Niðurstaðan er alltaf sú sama, mannfólkinu er um að kenna. Flest okkar taka þeim sannleik og vinna með það meðan hinir fáu berja hausnum við steininn. Þrátt fyrir ýmsa grósku og gott framtak erum við samt enn í sömu sporunum og virðumst ekki taka vandann alvarlega þrátt fyrir varnaðarorð sem vísindamenn hafa haft uppi um langa hríð. Kannski er hinn séríslenski frasi „þetta reddast“ að breiðast út um heiminn. Vísindin hafa ekki bara greint hver vandinn er heldur geta þau einnig bent okkur í rétta átt þegar við veljum aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar. Meir en nokkur sinni fyrr þurfum við á því að halda að vísindin leiði okkur í rétta átt. Hugmyndir að aðgerðum í loftslagsmálum eru orðnar mjög margar og því hafa vísindin flokkað hvað virkar best og hvað minna. Með öðrum orðum hvað hefur mest jákvæð áhrif. Við vitum vel, þökk sé vísindunum, að það er engin ein töfralausn sem leysir þetta fyrir okkur. Við þurfum að gera marga hluti en það þarf að forgangsraða þeim eftir því hvað skilar mestum og skjótvirkum árangri. Það hafa vísindin gert með metagreiningu. Tíminn er knappur og við þurfum að vinna hratt. Góður fréttirnar eru hinsvegar að það er til fullt af lausnum til að vinna gegn loftslagsbreytingum núna. Þessar lausnir eru líka mun ódýrari fyrir okkur heldur en það sem við gerum í dag til að halda samfélögum víðsvegar um heim gangandi. Þær eru ódýrari en brennsla jarðefnaeldsneytis, ódýrari en mengandi iðnaður og ódýrari en hefðbundinn landbúnaður. Þessar loftslagsaðgerðir sem eru tilbúnar eru ekki bara ódýrar heldur forða okkur frá hamförum í framtíðinni. Hvernig við ættum að haga hlutunum er flestum ljóst. Það þarf að rífa í handbremsuna og draga mjög hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samhliða því þurfum við að fjarlæga kolefni úr andrúmsloftinu ef við ætlum að ná takmörkum okkar um kolefnishlutlaust hagkerfi. Við höfum í raun bara nokkur ár eins og vísindin hafa bent okkur á. Þetta er öllum orðið nokkuð ljóst en það sem vill oft gleymast í þessu ferli er tímalínan. Ástæðu þess má rekja til þess hversu hægt loftslagsbreytingar eiga sér stað. Loftslagsbreytingar eru uppsafnaður vandi sem byggist upp með tímanum. En lausnirnar eru einnig eitthvað sem byggist upp með tímanum því hvert prósent sem við drögum úr losun byggist upp með tímanum, sérstaklega ef um varanlegan samdrátt er að ræða. Það bætist svo bara ofan á það eftir því sem við drögum enn frekar úr losun. Þetta segja okkur vísindin. En því lengur sem við bíðum með að hefjast handa því minni áhrif mun þessar lausnir hafa inn í framtíðina. Að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu er meiri áskorun heldur en að draga úr losun. Þar erum við tæknilega séð að byrja á núlli. En við þurfum að komast upp í 1 gígatonn sem er um 4% af því sem þarf að gerast á heimsvísu. Það er því heilmikil brekka framundan í þeim efnum. Tímalínan hér er þó rétt eins mikilvæg eins og með samdrátt í losun. Fjárfesting í dag er því afar mikilvæg til þess að kapallinn gangi upp. Við þurfum að rífa í handbremsuna eins og það er nefnt. Við þurfum sem heimsbyggð að stöðva skógarhögg, stöðva metanlosun eða auka orkunýtni í núverandi orkuinnviðum. Þetta eru fljótlegar lausnir sem skila miklu. Á meðan við gerum það þurfum við að byggja upp nýja lágkolefnis innviði. Þar erum við að tala um orkuinnviði, almenningssamgöngur, byggingar og svo framvegis. En það tekur allt sinn tíma, tíma sem við höfum lítið af. Við þurfum einnig náttúrumiðaðar lausnir eins og skógrækt, jarðvegsheimt, endurheimt vistkerfa og votlendis. Það tekur einnig sinn tíma. Að sjálfsögðu þurfum við einnig nýja tækni en eins og áður segir mun það taka sinn tíma að byggjast upp. Því lengur sem við bíðum því minni áhrif munu þessar aðgerðir hafa. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á það sem er tilbúið núna. Þess vegna beita vísindamenn oft frasanum „núna er betra en nýtt“ og „tími er betra en tækni“. Það er ljóst að við þurfum að horfa til vísindanna til að hjálpa okkur að gera marga hluti. Hvar sé best að byrja og hvernig. Byggja upp ákveðið safn aðgerða sem geta virkað strax og einnig inn í framtíðina. Til þess að gera slíkt þurfum við að leggja áherslu á rétta staði. Fjárfesta í loftslagsaðgerðum sem munu skila sér mest. Í Bandaríkjunum sem dæmi fjárfesta stjórnvöld 66% af öllu fjármagni til loftslagsmála í raforkuframleiðslu. Það skilar sér í 20% samdrætti losunar. Á Íslandi er sama sagan í raun. Langmest fjármagn fer í orkuskiptin en miðað við ávinningin er hver króna eydd að skila mun minna í þeim efnum. Samhliða því fjárfesta einkafjárfestar 66% í samgöngur (rafbíla fyrst og fremst) sem skilar sér í 13% samdrætti. Hér á landi er fókusinn á orkuskipti þegar bætt landnotkun myndi skila sér mun betur inn í heildarmyndina. Myndin er frekar skökk í þessum efnum og það þarf að forgangsraða mun betur. Vísindin benda okkur á að fylgja þeirra uppskrift. 1) Lausnir þurfa að byggja á vísindum, 2) þær þurfa að vera ódýrar því við þurfum að geta gert margt, 3) nota tilbúnar lausnir strax til að hámarka jákvæð áhrif, 4) tryggja jafnrétti og jöfn umskipti svo það sé gagnlegt fólki og 6) miða allt sem við gerum við hlutfall kolefnis í andrúmsloftinu. Við getum komið í veg fyrir hamfarir ef við gerum þetta allt saman. Tíminn er hinsvegar knappur og við þurfum að láta hverja krónu og hverja aðgerð telja svo hægt sé að ná árangri. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun