Svartur listi gegn mansali og launaþjófnaði Gabríel Benjamin skrifar 8. mars 2024 12:31 Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. Fyrir hinn meðal borgara koma fréttir sem þessar mjög á óvart, en fyrir þau okkar innan verkalýðshreyfingarinnar sem láta sig brotastarfsemi á vinnumarkaði varða koma hinir meintu glæpir ekki mjög á óvart. En viðbrögð lögreglu eru þó ákveðin nýlunda og jákvæð. Þekking á brotum á vinnumarkaði er mikil innan verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ár hefur þar miklu skipt markviss efling vinnustaðaeftirlits Alþýðusambands Íslands, En ljóst er að það vantar miklu fleiri úrræði til þess að hjálpa þolendum og refsa gerendum í málum sem tengjast brotum á vinnumarkaði. Í mínum fyrri störfum sem blaðamaður hjá Stundinni og Reykjavík Grapevine og kjaramálafulltrúi hjá Eflingu hef ég séð fjöldann allan af málum sem hefði átt að rannsaka sem mansalsmál. En eins og kom fram í Kastljósi í vikunni þá enda tiltölulega fá mál hjá ákæruvaldinu, og fyrir því eru margar ástæður. Þolendur eru oft hræddir við yfirvöld eða hræðast hefndaraðgerðir gegn sér og fjölskyldum sínum. Rannsókn nær ekki nógu langt, eða kemst ekki í réttar hendur. Eða lykilvitni gefast upp á því að bíða og yfirgefa landið. Þessar aðstæður og skortur á úrræðum gera vinnumansal og önnur vinnumarkaðsbrot enn hagkvæmara fyrir þá sem stunda það. Lýsingar þolenda í Kveik þætti gærkvöldsins um langa vinnudaga, lítil sem engin laun og að búa í ótta við atvinnurekendur eru ekki einsdæmi. Samkvæmt skýrslu ILO frá 2021 eru um 27,6 milljón manns þolendur vinnumansals á hverjum eina og einasta degi. Hagnaður af þessari nútíma þrælkun í Evrópu er talinn vera um 46,9 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári. Ljóst er að þessi vandi er ekki nýr af nálinni og mun ekki hverfa af sjálfu sér, en ein af helstu ráðleggingum skýrsluhöfunda er að efla verkalýðsfélög hvers lands. Refsileysi gegn þolendum Eins og staðan er í dag þá er refsivert fyrir starfsfólk að stela af atvinnurekendum en ekki fyrir atvinnurekendur að stela af starfsfólki svo lengi sem þjófnaðurinn á sér aðeins stað á launaseðlinum. Enginn eðlismunur er á því hvort um sé að ræða 50 krónur eða 500.000 og úrræðin sem starfsfólk hefur eru fá. Þau geta leitað til síns stéttarfélags sem getur gert kröfu fyrir þeirra hönd. En jafnvel þótt gögnin séu nógu skýr til að hægt sé að krefjast greiðslu vangoldinna launa þá ber atvinnurekendur engan skaða af athæfinu. Engin refsing er til staðar, og því enginn kerfislegur hvati til að láta af slíkri hegðun. Ekki skiptir máli þótt starfsfólk geti sýnt fram á einbeittan brotavilja, eða atvinnurekandi eigi langa sögu um slík brot gegn öðru starfsfólki. Það skiptir ekki einu sinni máli þótt rökstuddur grunur sé til staðar um vinnumansal, atvinnurekandi þarf aldrei að greiða neitt umfram vangoldin laun. Ekkert sektarákvæði eða févíti er til staðar í kjarasamningum eða landslögum. Um nokkra hríð hef ég unnið að útfærslu á hugmynd um svartan lista atvinnurekanda sem brjóta sannarlega gegn starfsfólki sínu. Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn VR og formaður jafnréttisnefndar og hef beitt mér fyrir þessu verkefni af fullum þunga. Þetta er ekki einfalt verkefni, en felur í stuttu máli í sér að þeir atvinnurekendur sem gerast uppvísir um skipulögð kjarasamningsbrot gegn starfsfólki sínu eða launaþjófnað séu settir á svartan lista sem er aðgengilegur almenningi. Slíkur listi væri til bóta fyrir þolendur og myndi líka auðvelda neytendum að sniðganga fyrirtæki sem standa að vinnumarkaðsbrotum. Ljóst er að við þurfum að gera betur. Og á meðan að beðið er eftir því að Samtök atvinnulífsins fallist á févítisákvæði fyrir launaþjófnað eða að Alþingi hafi vit fyrir þeim og taki sjálfstæða ákvörðun tel ég að við verðum að nýta öll þau úrræði sem standa okkur til boða til þess að sporna gegn vinnumarkaðsbrotum og mæta atvinnurekendum sem fara á svig við lög og siðferði samfélagsins. Svartur listi væri stórt skref í þá átt.0 Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Stjórnarkjöri lýkur 13. mars næstkomandi kl. 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. Fyrir hinn meðal borgara koma fréttir sem þessar mjög á óvart, en fyrir þau okkar innan verkalýðshreyfingarinnar sem láta sig brotastarfsemi á vinnumarkaði varða koma hinir meintu glæpir ekki mjög á óvart. En viðbrögð lögreglu eru þó ákveðin nýlunda og jákvæð. Þekking á brotum á vinnumarkaði er mikil innan verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ár hefur þar miklu skipt markviss efling vinnustaðaeftirlits Alþýðusambands Íslands, En ljóst er að það vantar miklu fleiri úrræði til þess að hjálpa þolendum og refsa gerendum í málum sem tengjast brotum á vinnumarkaði. Í mínum fyrri störfum sem blaðamaður hjá Stundinni og Reykjavík Grapevine og kjaramálafulltrúi hjá Eflingu hef ég séð fjöldann allan af málum sem hefði átt að rannsaka sem mansalsmál. En eins og kom fram í Kastljósi í vikunni þá enda tiltölulega fá mál hjá ákæruvaldinu, og fyrir því eru margar ástæður. Þolendur eru oft hræddir við yfirvöld eða hræðast hefndaraðgerðir gegn sér og fjölskyldum sínum. Rannsókn nær ekki nógu langt, eða kemst ekki í réttar hendur. Eða lykilvitni gefast upp á því að bíða og yfirgefa landið. Þessar aðstæður og skortur á úrræðum gera vinnumansal og önnur vinnumarkaðsbrot enn hagkvæmara fyrir þá sem stunda það. Lýsingar þolenda í Kveik þætti gærkvöldsins um langa vinnudaga, lítil sem engin laun og að búa í ótta við atvinnurekendur eru ekki einsdæmi. Samkvæmt skýrslu ILO frá 2021 eru um 27,6 milljón manns þolendur vinnumansals á hverjum eina og einasta degi. Hagnaður af þessari nútíma þrælkun í Evrópu er talinn vera um 46,9 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári. Ljóst er að þessi vandi er ekki nýr af nálinni og mun ekki hverfa af sjálfu sér, en ein af helstu ráðleggingum skýrsluhöfunda er að efla verkalýðsfélög hvers lands. Refsileysi gegn þolendum Eins og staðan er í dag þá er refsivert fyrir starfsfólk að stela af atvinnurekendum en ekki fyrir atvinnurekendur að stela af starfsfólki svo lengi sem þjófnaðurinn á sér aðeins stað á launaseðlinum. Enginn eðlismunur er á því hvort um sé að ræða 50 krónur eða 500.000 og úrræðin sem starfsfólk hefur eru fá. Þau geta leitað til síns stéttarfélags sem getur gert kröfu fyrir þeirra hönd. En jafnvel þótt gögnin séu nógu skýr til að hægt sé að krefjast greiðslu vangoldinna launa þá ber atvinnurekendur engan skaða af athæfinu. Engin refsing er til staðar, og því enginn kerfislegur hvati til að láta af slíkri hegðun. Ekki skiptir máli þótt starfsfólk geti sýnt fram á einbeittan brotavilja, eða atvinnurekandi eigi langa sögu um slík brot gegn öðru starfsfólki. Það skiptir ekki einu sinni máli þótt rökstuddur grunur sé til staðar um vinnumansal, atvinnurekandi þarf aldrei að greiða neitt umfram vangoldin laun. Ekkert sektarákvæði eða févíti er til staðar í kjarasamningum eða landslögum. Um nokkra hríð hef ég unnið að útfærslu á hugmynd um svartan lista atvinnurekanda sem brjóta sannarlega gegn starfsfólki sínu. Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn VR og formaður jafnréttisnefndar og hef beitt mér fyrir þessu verkefni af fullum þunga. Þetta er ekki einfalt verkefni, en felur í stuttu máli í sér að þeir atvinnurekendur sem gerast uppvísir um skipulögð kjarasamningsbrot gegn starfsfólki sínu eða launaþjófnað séu settir á svartan lista sem er aðgengilegur almenningi. Slíkur listi væri til bóta fyrir þolendur og myndi líka auðvelda neytendum að sniðganga fyrirtæki sem standa að vinnumarkaðsbrotum. Ljóst er að við þurfum að gera betur. Og á meðan að beðið er eftir því að Samtök atvinnulífsins fallist á févítisákvæði fyrir launaþjófnað eða að Alþingi hafi vit fyrir þeim og taki sjálfstæða ákvörðun tel ég að við verðum að nýta öll þau úrræði sem standa okkur til boða til þess að sporna gegn vinnumarkaðsbrotum og mæta atvinnurekendum sem fara á svig við lög og siðferði samfélagsins. Svartur listi væri stórt skref í þá átt.0 Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Stjórnarkjöri lýkur 13. mars næstkomandi kl. 12.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun