Ég vil ekki skipta við Rapyd Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:16 Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar