Ég vil ekki skipta við Rapyd Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:16 Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun