Svíþjóð formlega gengin í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 16:10 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, hittust í Búdapest 23. febrúar síðastliðinn. Þremur dögum síðar samþykkti ungverska þingið inngöngu Svía í NATO. Getty/Janos Kummer Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess. NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess.
NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16