Björgvin Gíslason látinn Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 11:07 Björgvin má með réttu heita vitrúós á sinn gítar. Hann varð bráðkvaddur í gær. Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma. Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni. Andlát Tónlist Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni.
Andlát Tónlist Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira