Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2024 19:21 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, er meðal þeirra sem lagst hafa gegn hugmyndum um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, ásamt meirihlutum nokkurra annarra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. Viðsemjendur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið sleitulaust dögum við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mörg ljón hafa verið í vegi samninga en tekist hafi að fækka þeim smátt og smátt. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræður langt komnar og kjarasamningar gætu jafnvel legið fyrir á morgun.Stöð 2/Einar „Og fátt sem getur komið í veg fyrir að við getum gengið frá kjarasamningi von bráðar.“ Kannski fyrir lok þessarar viku? „Já, ég held að það liggi alveg fyrir. Ég myndi giska á að við myndum klára þetta jafnvel á morgun,“ segir Vilhjálmur. Sá pakki sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrir verkalýðsfélögunum væri einnig ásættanlegur. „Sá pakki lítur að okkar mati bara mjög vel út. Hann stendur undir þeim væntingum sem við áttum von á. Þótt að það sé alltaf þannig að við viljum meira. En hann er ásættanlegur,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Sveitarfélögin væru hins vegar mikið áhyggjuefni og hluti af því sem kynnt hafi verið frá þeim væri ekki fast í hendi. Sveitarfélögin virtust draga lappirnar í að senda út skýr fyrirmæli um að þau ætli að taka þátt í því að ná markmiðum samninganna. Ávinningur sveitarfélaganna að hóflegum kjarasamningum væri hins vegar mjög mikill og jafnvel mældur í tugum milljarða. Loðin yfirlýsing sveitarfélaganna Kópavogur, Akureyri og fleiri sveitarfélög leggjast gegn útfærslunni á gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Að Reykjavík undanskilinni segir Vilhjálmur að sveitarfélögin hafi ekki heldur lagt fram útfærslu á því hvernig þau ætli að lækka gjaldskrár sínar. „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar." Vilhjámur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga nema sveitarfélögin komi með skýrari hætti að borðinu.Stöð 2/Einar Það þurfi sterkari yfirlýsingu en eitthvert loðið orðalag sem geti leitt til þess að einhver sveitarfélög ákveði einfaldlega að vera ekki með. Sveitarfélögin þyrftu að átta sig á að verkalýðsfélögin væru líka aðskuldabinda sig gagnvart hinu opinbera. „Sem mun spara, og taktu eftir, mun spara sveitarfélögunum allt að tíu til tólf milljarða. En þessar blessuðu skólamáltíðir kosta sveitarfélögin 1,2 milljarða. Þannig að ég skil ekki alveg reikningsaðferðina. Að sveitarfélögin skuli ekki horfa á þennan mikla ávinning sem er fólginn í því að fara þessa leið. Leið sem byggir á því að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir formaður SGS. Að auki muni eins prósentustiga lækkun vaxta færa sveitarfélögunum þrjá milljarða. Þannig að það gæti farið svo að á morgun eða hinn daginn að þá sætuð þið hér með tilbúinn kjarasamning, búin að sættast á pakkann frá ríkisstjórninni en ekki hægt að skrifa undir vegna sveitarfélaganna? „Já, það getur alveg hreinlega komið til þess. Þá verða sveitarfélögin einfaldlega að axla þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Viðsemjendur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið sleitulaust dögum við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mörg ljón hafa verið í vegi samninga en tekist hafi að fækka þeim smátt og smátt. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræður langt komnar og kjarasamningar gætu jafnvel legið fyrir á morgun.Stöð 2/Einar „Og fátt sem getur komið í veg fyrir að við getum gengið frá kjarasamningi von bráðar.“ Kannski fyrir lok þessarar viku? „Já, ég held að það liggi alveg fyrir. Ég myndi giska á að við myndum klára þetta jafnvel á morgun,“ segir Vilhjálmur. Sá pakki sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrir verkalýðsfélögunum væri einnig ásættanlegur. „Sá pakki lítur að okkar mati bara mjög vel út. Hann stendur undir þeim væntingum sem við áttum von á. Þótt að það sé alltaf þannig að við viljum meira. En hann er ásættanlegur,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Sveitarfélögin væru hins vegar mikið áhyggjuefni og hluti af því sem kynnt hafi verið frá þeim væri ekki fast í hendi. Sveitarfélögin virtust draga lappirnar í að senda út skýr fyrirmæli um að þau ætli að taka þátt í því að ná markmiðum samninganna. Ávinningur sveitarfélaganna að hóflegum kjarasamningum væri hins vegar mjög mikill og jafnvel mældur í tugum milljarða. Loðin yfirlýsing sveitarfélaganna Kópavogur, Akureyri og fleiri sveitarfélög leggjast gegn útfærslunni á gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Að Reykjavík undanskilinni segir Vilhjálmur að sveitarfélögin hafi ekki heldur lagt fram útfærslu á því hvernig þau ætli að lækka gjaldskrár sínar. „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar." Vilhjámur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga nema sveitarfélögin komi með skýrari hætti að borðinu.Stöð 2/Einar Það þurfi sterkari yfirlýsingu en eitthvert loðið orðalag sem geti leitt til þess að einhver sveitarfélög ákveði einfaldlega að vera ekki með. Sveitarfélögin þyrftu að átta sig á að verkalýðsfélögin væru líka aðskuldabinda sig gagnvart hinu opinbera. „Sem mun spara, og taktu eftir, mun spara sveitarfélögunum allt að tíu til tólf milljarða. En þessar blessuðu skólamáltíðir kosta sveitarfélögin 1,2 milljarða. Þannig að ég skil ekki alveg reikningsaðferðina. Að sveitarfélögin skuli ekki horfa á þennan mikla ávinning sem er fólginn í því að fara þessa leið. Leið sem byggir á því að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir formaður SGS. Að auki muni eins prósentustiga lækkun vaxta færa sveitarfélögunum þrjá milljarða. Þannig að það gæti farið svo að á morgun eða hinn daginn að þá sætuð þið hér með tilbúinn kjarasamning, búin að sættast á pakkann frá ríkisstjórninni en ekki hægt að skrifa undir vegna sveitarfélaganna? „Já, það getur alveg hreinlega komið til þess. Þá verða sveitarfélögin einfaldlega að axla þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47