Ekkert að frétta úr miðbæ Kópavogs Hákon Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 14:00 Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun